Frá 22. Mars s.l. hefur vefsíða Autonome Antifa Freiburg verið hýst á Íslandi. Ástæða þess er ítrekuð ritskoðun vefsíðunnar af hendi lögregluembættis sem er virkt pólitískt afl. Við viljum þakka fyrrverandi hýsenda okkar JPBerlin fyrir áralangt og traust samstarf, en því miður eru vefþjónar fyrirtækisins staðsettir í Þýskalandi. Hjá 1984.is höfum við fundið nýjan hýsanda sem er virkur í baráttunni fyrir hugbúnaðarfrelsi og mótfallinn eftirliti, rétt eins og JPBerlin. Við veljum Ísland vegna þess að framsæknustu fjölmiðlalög heims eru þar í smíðum.
Ákvörðun okkar um að flytja www.autonome-antifa.org til Íslands kom til vegna þess að 13. Október 2009 lokaði lögreglan heimasíðunni tímabundið. Eftir aðstoðarbeiðni frá kollegum sínum í Freiburg hótaði Berlínarlögreglan einnig að draga hýsandann fyrir dómsstóla. Á heimasíðunni höfðum við mælst til þess að einstaklingar sem mættu til mótmælaaðgerða létu yfirvöld ekki skrásetja sig og hyldu andlit sín með grímum. Við óskuðum þess einnig að Heiner Amman lögreglustjóri yrði leystur frá störfum. Út af þessu var hýsandinn JPBerlin neytt til að loka heimasíðunni.
Ekki fékkst leyfi til að enduropna heimasíðuna fyrr en eftir við höfðum fjarlægt þær setningar sem yfirvöldum féllu ekki í geð. Lögreglan lokaði síðunni án dómsheimildar og án vitneskju saksóknara. Á þennan hátt störfuðu lögreglumenn sem pólitískir aðilar. Við gerum ráð fyrir að ástæðu þessarar kúgunar megi finna í and-fasískri rannsóknarblaðamennsku okkar og útgáfu. Stuttu eftir þetta, þann 23. október 2009 var vefsíða Autonomous Centre KTS Freiburg ritskoðuð. Hýsanda www.kts-freiburg.org var skipað að breyta „ákalli um mótmæli“ eða taka lagalegum afleiðingum.
Þann 25. október var www.autonome-antifa.org ritskoðuð aftur vegna sama máls. 14. janúar s.l.neyddumst við til að breyta frétt á síðu okkar vegna þess að enn og aftur þótti lögreglunni að sér vegið. Lögfræðingar og lögregluembætti hafa reglulega hótað lögsóknum fjarlægjum við ekki myndir af nasistum og persónulega upplýsingar um þá, af síðunni. Ritskoðaða efnið glataðist þó ekki, þar sem að afrit af textunum voru birt á Indymedia linksunten. Sú vefsíða er hýst í Bandaríkjunum og því utan lögsögu þýskra yfirvalda.
Þvinganir gegn vefsíðum vinstrisinna eiga sér stað víðar en í Freiburg. Sem dæmi má nefna að 23. Janúar s.l. var vefsíða andfasistabandalagsins www.dresden-nazifrei.de ritskoðuð. Í því tilfelli túlkaði saksóknari ákall um að hindra stærstu nasistagöngu Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar, sem ákall um beitingu ofbeldis. Þeir þvinguðu hýsandann til að fjarlægja síðuna með hótun um ákæru fyrir „broti á allsherjarreglu“ væri sjálfsritskoðun ekki sinnt. Bandalagið brást við með því að breyta léni sínu í www.dresden-nazifrei.com í bandaríkjunum.
En ekki nærri því öll tilfelli ritskoðunar eiga sér stað á opinberum vettvangi. T.d. vill Norbert „Nogge“ Lecheler, söngvari nasistahljómsveitarinnar „Faustrecht,“ beita lagabókstafnum til að ritskoða síður andfasista. 14. Mars skrifaði hann Thorsten Glass, skipuleggjanda nasistatónleika, um fyrirhugaðar kærur þar sem hann telur “brotið á sjálfsákvörðunarréttinum.” Nasistatónleikarnir eru fyrirhugaðir 22. maí n.k. nálægt Stuttgart en við „flettum ofan af“ þessum tónleikum með yfirlýsingu frá 13. Mars ( de | it | en | fr ). Lecheler þvingaði síðar andfasískt blog á blogsport.de til að eyða afriti af yfirlýsingu okkar.
Innan Evrópusambandsins er mikil umræða um frekari takmörkun netfrelsis. Þann 23. Febrúar 2010 tóku gildi lög sem kveða á um heimildir til lokunar vefsíðna. Annan mars dæmdi Stjórnarskrárdómstóll þýska Sambandsríkisins ólöglega, lagasetningu um gagnageymslu til vöktunar öll rafrænna samskipta án sérstakrar ástæðu eða rökstudds gruns. En með því viðurkenndu dómararnir í fyrsta skipti að eftirlit með og söfnun gagna sé í flestum tilfellum leyfileg og útvötnuðu því ákvörðun frá 1983 er varðar manntal og upplýsingasjálfsákvörðunarrétt.
Í Frakklandi tóku þann 12. Maí 2009 gildi lög sem bera nafnið „Lög um dreifingu og verndun höfundarréttarverndaðs efnis á netinu.“ Með þeim var grunnur lagður að því að banna einstaklingum að nota internetið í eitt ár og á sama tíma þvinga það til að halda áfram að borga netþjónustufyrirtækjum sínum gerist það sekt um brot á höfundarrétti. Þetta má gera án ákvörðunar dómara með nýlega stofnaðri ritskoðunardeild sem ber hið látlausa nafn „Haute Autorité pour la Diffusion des Oeuvres et la Peotection des Droits sur Internet“ („æðstavald um efnisdreifingu og réttarvernd á internetinu.“)
Í Bretlandi samþykkti efri deild þingsins þann 15. Mars 2010 lög sem leyfa refsingar á borð við takmarkanir á nethraða eða tímabundið internetbann. Um leið getur ríkisstjórnin breytt höfundarrétti með tilskipunum. Leynilegu minnisblaði ráðherraráðs ESB var lekið til fjölmiðla og sýndi það fram á að meðan á samningaviðræðum um alþjóða leynisamning um vörumerki og falsanir (ACTA) stóð var rætt um lokanir vefsíðna og ábyrgð vefþjónustufyrirtækja.
En það er ekki aðeins Evrópusambandið sem kann að setja þvingandi lög. Þann 28. Júní 2008 var 241 nasisti afhjúpaður á netinu eftir minningargöngu um bardaga í Lucerne í Sviss. Þar skoðaði Alríkisstjórnandi gagna- og upplýsingaverndar lagalegu hliðina á „birtingu persónulegra gagna á internetinu við umfjöllun um opinbera atburði.“ Þar var viðurkennt að „einungis nafnlaus umfjöllun, eins og sú sem oft á sér stað á vefsíðum indymedia, getur stuðlað að tjáningarfrelsi í mörgum tilfellum. Hún sé því mikilvægur þáttur í frelsi fjölmiðla.“ Þrátt fyrir það var birtingin kölluð ólögleg vegna þess að ekki væri um að ræða “sértækan áhuga almennings gagnvart einstökum persónum.” En „brot á persónurétt gætu sennilega ekki verið kærð,“ ef að vefsíðan „er hýst í erlendu ríki utan Evrópusambandsins.“
Á íslandi hefur meirihluti landsmanna fundið fyrir banvænum afleiðingum fjölmiðlaþvingunar. Um mitt ár 2009 var skrá frá Kaupþing banka birt á wikileaks.org. Skráin sýndi óbirtar lánveitingarheimildir stórum hluthöfum bankans til handa og stórfellda fjármagnsflutninga dagana fyrir bankahrunið. Lögbann var sett á frétt um bankaskrána sem flytja átti í fréttatíma RÚV. Þetta hvatti Wikileaks og Icelandic Modern Media Initiative, sem þverpólitísk sátt ríkir um, til að undirbúa ný fjölmiðlalög fyrir Ísland. Þann 25. Febrúar ályktaði þingnefnd samhljóða um endurskoðun fjölmiðlalaganna.
Við setjum fram nöfn skipuleggjenda fasista í yfirlýsingum okkar, við vitnum í tölvupósta þeirra og flettum ofan af plönum þeirra. Við gerum það til þess að uppræta þær deildir NPD („Lýðræðisþjóðarflokkur Þýskalands,“ - stærsta nasistaflokks Þýskalands) sem eru í kringum okkur, við stöðvum tónleika nasistahljómsveita og viljum koma í veg fyrir sprengjuárásir nasista. Þó við stefnum að frekari gagnavernd, verndun heimildarmanna okkar og samskipta líkt og þeirri vernd sem liggur fyrir að færa inn í ný íslensk fjölmiðlalög, er hún ekki takmark í sjálfu sér: Nasistar eru morðingjar. Verndun skjalasafna gegn löglegum árásum er mikilvæg fyrir sjálfráða andfasíska stjórnmálastarfsemi. Við berjumst gegn fasisma, en tökum einnig þátt í hreyfingum sem berjast fyrir byltingu samfélagsins. Einu skjalasöfn þeirra hreyfinga sem til eru, tóku þær saman sjálfar, enginn mun segja sögu okkar nema við sjálf.
Til Íslands!
Autonome Antifa Freiburg
Reactions are on linksunten.indymedia.org